
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Hægt er að skila vörum sem pantaðar eru á netinu innan 14 daga að því tilskyldu að vörunni sé skilað í því ástandi sem hún kom til þín og að pöntunarblað fylgi með. Kaupandi greiðir kostnað af endursendingu. Ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt er hægt að fá inneignarnótu/vöruskipti eða endurgreiðslu. Ef um endurgreiðslu er að ræða, þá mun sendingarkostnaður vegna upphaflegu vörukaupa dragast frá endurgreiðslu. Ef um vöruskipti er að ræða þá greiðir Afrodita kostnað við sendingu vöru til kúnnans aftur.
Varðandi skil á útsöluvörum. Ef um 50% eða meiri afslátt er að ræða þá kemur einungis inneign eða vöruskipti til greina.
Afrodita design áskilur sér rétt til þess að neita að taka við vöru séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt. Vinsamlegast hafið samband í maili 21@internet.is vegna skila á vörum eða í síma 8243132. Kúnninn greiðir þá sjálfur sendingarkostnað vegna vöruskila/vöruskipta.