My Cart

Close

Afroditu brúnkukrem.

Afroditu brúnkukrem.
Posted on
Í nokkur ár hefur það blundað í mér að hanna mína eigin brúnkukremslínu.
Loksins lét ég drauminn rætast og hef unnið að honum síðastliðið ár.
Ég leitaðist eftir því að framleiða fallegan lit sem myndi endast vel og næra húðina í leiðinni.
Ég er ákaflega stolt af útkomunni sem ég náði með aðstoð frá framleiðanda í Bretlandi.
Liturinn er hvorki gerfilegur né þurrkar á þér húðina.
Afroditu brúnku froðan kemur í tveimur lita tónum:
Annar liturinn heitir Medium: Með honum nærðu fram fallega brúnum lit með gylltum undirtón og ilmurinn af honum er dásamlegur kókos ilmur.
Liturinn kemur fram á 6-8 klukkustundum.
Hinn liturinn heitir Express: Með honum nærðu aðeins dekkri tón sem er einnig með gylltum undirtón. Liturinn kemur fram á 2-4 klukkustundum.
Báðir litirnir eru einstaklega fallegir og gefa þeir djúpa brúnku sem endist vel.
Sjón er sögu ríkari og hlakka ég til að heyra hvað ykkur finnst
Kveðja, Rakel

Hello You!

Join our mailing list